Fer ekki gegn ályktun landsfundar

Bjarni Benediktsson í Valhöll í dag.
Bjarni Benediktsson í Valhöll í dag. mbl.is/Kristinn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur svarað fyrirspurnum úr sal í Valhöll. Aðspurður segist hann ekki hafa gengið gegn ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins með því að samþykkja Icesave-frumvarpið.

Bjarni tekur fram að ályktunin hafi styrkt samningarferlið og sannfært viðsemjendur um að Ísland muni ekki gefa eftir. Ályktunin hafi verið gríðarlega mikilvæg og að hann hafi ekki farið gegn henni.

Margir hafa lýst yfir stuðningi við Bjarna og segjast ánægðir með ákvörðunina. Aðrir hafa mótmælt og lýst yfir andstöðu. Einn fyrirspyrjandi hefur kallað eftir því að Bjarni segi af sér, og hlaut fyrirspyrjandinn klapp frá hluta fundargesta.

Fjölmargar spurningar hafa verið lagðar fram um samkomulagið og afstöðu Bjarna. Menn hafa beðið hann um að útskýra sína stöðu betur og áhættuna sem fylgi því að fara með málið fyrir dómstóla.

Bjarni segist virða afstöðu þeirra sem séu sér ekki sammála, en kveðst vera sannfærður um að hafa komist að réttri niðurstöðu í málinu sem sé þjóðinni til heilla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert