Sigurjón Óskarsson, útgerðarmaður í Eyjum, segir að ef skerða eigi aflaheimildir um 14 prósentustig til viðbótar núverandi skerðingu vegna byggðakvóta og fleiri þátta, eins og hugmyndir séu um, þýði það að þorskkvóti Þórunnar Sveinsdóttur VE minnki um 116 tonn.
Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að útgerðin hefur keypt 95,8% af heimildum sínum í þorski.
„Við erum samtals með 2.500 þorskígildistonn og 14% skerðing á hlutdeildinni okkar gerir 350 þorskígildi. Það er veiði í heilan mánuð. Ég get ekki séð annað en að þetta verði banabiti fyrir mig og mína útgerð ef það verður að veruleika.“