Leyfðum bönkunum að falla

Ólafur Ragnar og Richard Quest í Davos. Myndin er tekin …
Ólafur Ragnar og Richard Quest í Davos. Myndin er tekin af útsendingu CNN.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN, að Íslendingar hafi leyft einkabönkunum, sem lentu í vandræðum, að falla og einnig hafi gengishrun krónunnar haft jákvæð áhrif á útflutning.

„Þetta voru einkabankar og ég er þeirrar skoðunar, að inntak kapítalisma sé að ef einkastofnanir falli þá eigi að leyfa þeim það. Ef við byrjum að þjóðnýta tap einkabanka erum við komin á hættulega braut. Og staðreyndin er, að nú eru liðin tvö ár og við getum borið Ísland saman við sum önnur Evrópuríki. Og vegna þess að við létum bankana falla og vegna þess að við gátum fellt gengi gjaldmiðilsins okkar erum við að komast út úr þessari kreppu fyrr og með árangursríkari hætti en ýmis nágrannalönd okkar í Evrópu," segir Ólafur Ragnar í viðtalinu, sem Richard Quest, fréttamaður CNN, tók við hann í Davos í Sviss.

Viðtal CNN við Ólaf Ragnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka