Fundi Sjálfstæðismanna um Icesave-frumvarpið er nú lokið, en rúmlega 500 sóttu fundinn. Fjölmargar fyrirspurnir bárust til Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um afstöðu hans til þjóðaratkvæðagreiðslu í málinu, þ.e. að þjóðin fái að eiga lokaorðið um samkomulagið. Bjarni kveðst ekki útiloka neitt.
Bjarni segir m.a. að hann hafi ávallt horft til þess hver samstaðan sé í þinginu varðandi málið og hversu mikið sé undir.