Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að mál sem Alþingi samþykkti að höfða gegn honum sé að breytast í réttarfarslegt hneyksli.
Geir sagði í fréttum Útvarpsins, að hann vildi að landsdómur
taki sem fyrst á máli hans svo hann geti tekið til varna.
Saksóknari Alþingis óskaði eftir að fá afhentar skýrslur sem gefnar voru til rannsóknarnefndar Alþingis. Lögmaður Geirs telur að hann eigi aðild að því máli en því hafnaði héraðsdómur í vikunni. Geir kærði þann úrskurð til landsdóms sem að sögn Útvarpsins kemur væntanlega saman í næstu viku vegna þessa.