Sex óhöpp undir Hafnarfjalli

Lögregla biður ökumenn um að fara varlega í umferðinni.
Lögregla biður ökumenn um að fara varlega í umferðinni. Rax / Ragnar Axelsson

Sex bílar hafa farið út af þjóðveginum undir Hafnarfjalli það sem af er degi en snjór, krapi og hálka eru á veginum. Engin meiðsli hafa orðið á fólki og ekkert tjón hlotist af óhöppunum. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi hafa ökumennirnir notið aðstoðar vegfarenda eða kranabíla við að losa bíla sína.

Lögregla brýnir fyrir ökumönnum að aka varlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert