Vilja þjóðaratkvæði

Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson.
Kristján Þór Júlíusson og Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Kristján Þór Júlí­us­son, full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í fjár­laga­nefnd, tel­ur eðli­legt að verða við ósk­um um að Ices­a­ve-frum­varpið fari í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, en sú krafa hef­ur komið fram hjá mörg­um aðilum inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, úti­lok­ar ekki þann mögu­leika.

Fram hef­ur komið hörð gagn­rýni á stuðning níu þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins við Ices­a­ve-frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar, ekki síst á for­ystu flokks­ins. Kröf­ur hafa komið fram um að lands­fundi verði flýtt til að end­ur­nýja umboð for­yst­unn­ar. Sú afstaða kem­ur meðal ann­ars fram í álykt­un stjórn­ar Varðar, fé­lags ungra sjálf­stæðismanna á Ak­ur­eyri. Þá hafa komið fram kröf­ur frá sjálf­stæðis­fé­lög­um um að efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um gildi Ices­a­ve-laga. Stjórn Fé­lags sjálf­stæðismanna í Árbæ, Sel­ási, Ártúni og Norðlinga­holti tek­ur und­ir það í álykt­un sem fé­lagið sendi frá sér í gær. „Það er lýðræðis­leg krafa að þjóðin eigi loka­orðið eft­ir að hafa hafnað samn­ingi áður í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.“

Styðja Unni Brá

Stjórn Sjálf­stæðis­fé­lags­ins Kára í Rang­arþingi eystra samþykkti álykt­un í gær­kvöldi þar sem lýst er yfir full­um stuðningi við af­stöðu Unn­ar Brár Kon­ráðsdótt­ur um að greiða at­kvæði gegn Ices­a­ve-samn­ing­un­um og því beint til þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins að sjá til þess að samn­ing­ur­inn verði bor­inn und­ir at­kvæði þjóðar­inn­ar.

All­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins studdu til­lögu um að efnt yrði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu við loka­af­greiðslu Ices­a­ve-frum­varps­ins í lok árs 2009. Til­lag­an var felld en síðan vísaði for­seti Íslands mál­inu til þjóðar­inn­ar sem felldi lög­in úr gildi.

„Þetta er ekki ný hug­mynd. Hún verður vænt­an­lega til umræðu á Alþingi. Ég hef ekki úti­lokað hana,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, um hugs­an­lega þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Kristján Þór Júlí­us­son, full­trúi í fjár­laga­nefnd, geng­ur lengra. „Ég tel eðli­legt og sjálfsagt að verða við þeim ósk­um sem fram hafa komið um að málið gangi til þjóðar­at­kvæðagreiðslu,“ seg­ir hann og ít­rek­ar að loka­ákvörðun í mál­inu eigi að vera hjá þjóðinni. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert