Skíðasvæðið í Bláfjöllum opnaði kl. 10 í dag og verður opið á svæðinu til kl. 17. Þetta er í fyrsta sinn sem skíðasvæðið opnar á þessu ári. Forsvarsmenns skíðasvæðisins segja að veðrið sé ágætt en líkur séu á eljum. Búið sé að troða allar brekkur og nýr snjór sé yfir öllu.
Búið er að leggja fimm kílómetra langan gönguhring og þá verður frí skíðakennsla við kaðallyftuna milli kl. 11-15 í dag.