Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, kveðst vera undrandi á því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, taki ekki undir það sjónarmið að hin nýju Icesave-lög verði borin undir þjóðina.
Björn segir að rökin fyrir því eigi ekkert skylt við það hvort fleiri eða færri þingmenn samþykki lögin.
„Meginrökin eru þau að málið er í höndum þingsins af því að þjóðin
vísaði því þangað í atkvæðagreiðslu. Þingið á að fela þjóðinni að eiga
síðasta orðið í málinu nema þingmenn vilji skilja það eftir sem opið
sár,“ segir Björn á bloggsíðu sinni.