Þjóðin eigi síðasta orðið

Björn Bjarnason ásamt Bjarna Benediktssyni.
Björn Bjarnason ásamt Bjarna Benediktssyni. mbl.is/

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, kveðst vera undr­andi á því að Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, taki ekki und­ir það sjón­ar­mið að hin nýju Ices­a­ve-lög verði bor­in und­ir þjóðina.

Björn seg­ir að rök­in fyr­ir því eigi ekk­ert skylt við það hvort fleiri eða færri þing­menn samþykki lög­in.

„Meg­in­rök­in eru þau að málið er í hönd­um þings­ins af því að þjóðin vísaði því þangað í at­kvæðagreiðslu. Þingið á að fela þjóðinni að eiga síðasta orðið í mál­inu nema þing­menn vilji skilja það eft­ir sem opið sár,“ seg­ir Björn á bloggsíðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert