Þyrla sótti hjartveikan mann

Ein af þyrlum Gæslunnar. Mynd úr safni.
Ein af þyrlum Gæslunnar. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í útkall í grennd við Árnes um sjöleytið í kvöld. Að sögn Gæslunnar fékk karlmaður hjartaáfall og fór þyrlan af stað að beiðni læknis á Selfossi. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Reykjavík en þyrlan lenti í höfuðborginni um áttaleytið.

Að sögn Landhelgisgæslunnar gekk flugið vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka