Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í útkall í grennd við Árnes um sjöleytið í kvöld. Að sögn Gæslunnar fékk karlmaður hjartaáfall og fór þyrlan af stað að beiðni læknis á Selfossi. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Reykjavík en þyrlan lenti í höfuðborginni um áttaleytið.
Að sögn Landhelgisgæslunnar gekk flugið vel.