67 milljarðar króna fyrir jólin

Tölur kortafyrirtækjanna benda til að kortanotkun hafi aukist örlítið fyrir …
Tölur kortafyrirtækjanna benda til að kortanotkun hafi aukist örlítið fyrir síðustu jól.

Landsmenn hafa nú endanlega fengið í hendur alla greiðslukortareikninga eftir jólamánuðinn, eftir að Visa-reikningarnir bárust um mánaðamótin.

Vekja slíkir reikningar mismikla kátínu og eflaust mun „Kortaklippir“ einhvers staðar knýja dyra þó að flestir reyni nú að semja við viðskiptabanka sína um dreifingu afborgana af himinháum reikningum.

Samkvæmt upplýsingum frá stærstu kortafyrirtækjunum, Valitor og Borgun, varð lítilsháttar aukning á veltu með kreditkort milli ára, eða 3,1% hjá Valitor á meðan hún stóð nánast í stað hjá Borgun. Alls var verslað með kortin í desember sl. fyrir nærri 30 milljarða króna, þar af 21,2 milljarða hjá Valitor og 8,3 milljarða hjá Borgun.

Samkvæmt opinberum tölum Seðlabankans, sem byggjast á upplýsingum frá öllum korta- og fjármálafyrirtækjum, var heildarkortaveltan nærri 67 milljarðar króna í desember sl., þar af 40,2 milljarðar með debetkortum og 26,5 milljarðar með kreditkortum. Kortaveltan jafngildir því að hvert mannsbarn í landinu hafi eytt um 210 þúsund krónum í desember sl. Jókst heildarveltan með debetkort um 1,4% milli ára en um 13% í debetkortum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert