Díoxínmengað kjöt fór á markað

Sorpbrennslustöðin Funi.
Sorpbrennslustöðin Funi. Mynd bb.is

Sex og hálft tonn af kjöti sem grunur leikur á að sé díoxínmengað var sett á markað hér á landi og erlendis.  Eitt og hálft tonn var sett á íslenskan markað og um fimm tonn á erlendan markað. Frá þessu var greint í sexfréttum RÚV. Matvælastofnun rekur nú hvert kjötið fór en afurðarnýtingabann hefur verið sett á bæinn Efri-Engidal í Skutulsfirði vegna díoxínmengunar en talið er að mengunin stafi frá Sorpbrennslustöðinni Funa.

Í fréttunum segir að mengunin hafi staðið yfir í nokkurn tíma og að 384 lömbum hafi verið slátrað frá þremur bæjum í Skutulfirði, sem er um það bil sex og hálft tonn af kjöti. Hættan af efninu er mest ef fólk fær það í sig yfir lengri tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert