ESB býður aðstoð við að aflétta gjaldeyrishöftum

Árni Páll Árnason og Olli Rehn í Brussel í dag.
Árni Páll Árnason og Olli Rehn í Brussel í dag.

Olli Rehn,  sem fer með viðskipta- og peningamál í framkvæmdatjórn Evrópusambandsins, sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag að ESB væri reiðubúið til að veita Íslandi tæknilega aðstoð við að aflétta gjaldeyrishöftunum.

„Það er mjög mikilvægt að íslenska ríkisstjórnin er að undirbúa áætlun um að aflétta gjaldeyrishöftunum," hefur Bloomberg fréttastofan eftir Rehn. „Við erum reiðubúin til að veita tæknilega aðstoð við þessa vinnu."

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, átti fund með Rehn í Brussel í dag og sagði eftir þann fund, að það væri ekki auðvelt að aflétta gjaldeyrishöftum. „Við þurfum öll þau ráð og alla þá aðstoð sem við getum aflað," sagði Árni Páll á blaðamannafundinum með Rehn. „Það er mikilvægt að við reynum að tryggja að hin neikvæðu áhrif af því að aflétta gjaldeyrishöftunum verði eins lítil og mögulegt er." 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert