Forystufólk í stjórnarflokkunum vill ekki þjóðaratkvæði

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sjá ekki ástæðu til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag bendir Steingrímur á, að hann studdi ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave í lok árs 2009. „Það er enn síður ástæða til þess núna.“

Þórunn telur engar forsendur fyrir því að málið þurfi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert