Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að ganga til samninga við Bjarna Bjarnason um að taka að sér starf forstjóra fyrirtækisins. Ákvörðun um þetta var tekin á stjórnarfundi fyrirtækisins í dag.
Bjarni er núverandi forstjóri Landsvirkjun Power, dótturfélags Landsvirkjunar. Hann var áður framkvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar og þar áður framkvæmdastjóri Járnblendiverksmiðjunnar.
Núverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur er Helgi Þór Ingason en hann tók við starfinu tímabundið í ágúst af Hjörleifi Kvaran. Fyrir lá að Helgi Þór myndi ekki sækja um starfið þegar það yrði auglýst.