Grunnviðmið 86.530 krónur

Grunnviðmið fyr­ir út­gjöld ein­stak­lings, sem býr á höfuðborg­ar­svæðinu, er  86.530 krón­ur, sam­kvæmt skýrslu um neyslu­viðmið, sem birt var í dag.  Grunnviðmið fyr­ir út­gjöld hjóna með tvö börn sem búa á höfuðborg­ar­svæðinu er 286.365 krón­ur.

Fram kem­ur í skýrsl­unni, að grunnviðmið eigi að gefa vís­bend­ingu um hver geti verið lág­marks­út­gjöld fólks í ákveðnum út­gjalda­flokk­um. Við gerð þeirra hafi verið horft til út­gjalda­dreif­ing­ar í neyslu­könn­un Hag­stof­unn­ar og grunnviðmið annarra Norður­landaþjóða höfð til hliðsjón­ar.

Dæmi­gert viðmið fyr­ir út­gjöld ein­stak­lings sem býr á höfuðborg­ar­svæðinu í eig­in hús­næði, er hins veg­ar 291.932 krón­ur. Dæmi­gert viðmið fyr­ir út­gjöld hjóna með tvö börn sem búa á höfuðborg­ar­svæðinu í eig­in hús­næði er 617.610 krón­ur. Þá er gert ráð fyr­ir að annað barnið sé á leik­skóla en hitt í grunn­skóla þar sem keypt­ar séu skóla­máltíðir og frí­stunda­vist­un. 

Einnig voru reiknuð út svo­nefnd skamm­tímaviðmið, sem eru byggð á sömu for­send­um og í dæmi­gerðu viðmiðunum en gert ráð fyr­ir að fólk geti dregið út neyslu og frestað ákveðnum út­gjaldaliðum til skemmri tíma, eða í allt að níu mánuði.

Miðað við sömu for­send­ur er skamm­tímaviðmið fyr­ir ein­stak­ling á höfuðborg­ar­svæðinu 201.132 krón­ur en fyr­ir fjög­urra manna fjöl­skyld­una er það 447.544 krón­ur.

Vel­ferðarráðuneytið seg­ir, að til­gang­ur­inn með smíði neyslu­viðmiða sé að veita heim­il­um í land­inu aðgang að viðmiðum sem þau geti haft til hliðsjón­ar þegar þau áætla eig­in út­gjöld, auk þess sem slík viðmið geti nýst við fjár­málaráðgjöf fyr­ir ein­stak­linga og verið grunn­ur að ákvörðunum um fjár­hæðir sem tengj­ast fram­færslu.

Viðmiðin séu hvorki end­an­leg­ur mæli­kv­arði á hvað sé hæfi­leg neysla fjöl­skyldna né dóm­ur um hvað ein­stak­ar fjöl­skyld­ur þurfa sér til fram­færslu.

Skýrsla um neyslu­viðmið

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert