HS Orka hækka verð á rafmagni

Reykjanesvirkjun sem er í eigu HS Orku.
Reykjanesvirkjun sem er í eigu HS Orku. Rax / Ragnar Axelsson

HS Orka hækkaði verð á rafmagni um 1,1% um áramót, en þetta er þriðja hækkun fyrirtækisins á síðustu 12 mánuðum. Samtals nemur hækkunin 8,8% á þessu tímabili, en það er svipuð hækkun og hjá öðrum raforkuframleiðendum ef Orkuveita Reykjavíkur er undanskilin, en taxti fyrirtækisins hækkaði um 17% í haust.

Ragnar Hólm Gunnarsson, ráðgjafi hjá Orkuvaktinni, segir að nokkuð miklar sviptingar hafa verðið á raforkumarkaði á undanförnu ári og óvenju margar hækkanir orðið.

Samantekt Orkuvaktarinnar sýnir að  Orkubú Vestfjarða er með lægsta taxtann 4,35 kr/kWst. Gjaldskrá fyrirtækisins hefur hækkað um 8,5% á síðustu 12 mánuðum. HS Orka hefur hækkað sína gjaldskrá um 8,8%, Orkusalan hefur hækkað um 8,3%, Fallorka um 8,2% og Orkuveita Reykjavíkur um 17%. OR er núna með hæstu gjaldskrána, 4,61 kr/kWst.

Tekið skal fram að þetta eru eingöngu tölur um verð á rafmagni, en ekki dreifingu á rafmagni, en kostnaður við dreifingu er miklu hærri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.





















mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert