Meirihluti gaf ekki stefnuljós

Lögreglan fylgist með stefnuljósanotkun í febrúar.
Lögreglan fylgist með stefnuljósanotkun í febrúar.

Umferðarstofa gerði nýlega könnun á notkun stefnuljósa í tveimur hringtorgum á höfuðborgarsvæðinu og segir, að komið hafi í ljós að mikið skorti á að þau séu  notuð með fullnægjandi hætti.

Samtals var fylgst með  878 bílum.  Af þeim gáfu 400 ökumenn stefnuljós (45,6%) en 478 bílar gáfu ekki stefnuljós (54,4%).

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í febrúar að leggja sérstaka áherslu á eftirlit með notkun stefnuljósa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka