Neysluviðmiðin á netið

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson Ómar Óskarsson

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra opnaði fyrir stundu nýjan vef innan vefjar velferðarráðuneytisins þar sem einstaklingar og fjölskyldur geta mátað útgjöld sín miðað við ný neysluviðmiðuð ríkisstjórnarinnar.

Vefinn má nálgast hér en þar má m.a. finna reiknivél sem reiknar viðmiðin út.

Hagsmunahópar hafa fengið upplýsingarnar í hendur og mun ráðuneytið taka á móti athugasemdum.

Upplýsti Guðbjartur að þegar hefðu komið fram ábendingar um að tekjuþörf einstaklinga væri mjög breytileg og að því bæri að taka viðmiðum sem þessum með fyrirvara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert