Samgöngur dýrari en húsnæði

Úr umferðinni á höfuðborgarsvæðinu.
Úr umferðinni á höfuðborgarsvæðinu. Kristinn Ingvarsson

Útgjöld dæmigerðs einstaklings skiptast þannig að 22% eru vegna almennrar neyslu, 29% fer í samgöngur, 25% í húsnæði, 12% í tómstundir og 11% í þjónustu. Þetta kom fram á kynningarfundi um ný neysluviðmið velferðarráðuneytisins í dag.

Með öðrum orðum benda gögnin til að einstaklingar verji að meðaltali meira af tekjum sínum í samgöngur, þá fyrst og fremst einkabílinn, en vegna leigu eða afborganna á húsnæði.

Hlutfall almennrar neyslu af útgjöldum fjögurra manna fjölskylda er hins vegar 27% en einnig má nefna að hún ver 19% sinna í samgöngur.

Útgjöld einstaklings án húsnæðis og samgangna eru 133.546 í dæmigerðu viðmiði, 68.035 krónur í skammtímaviðmiði og 80.930 krónur í grunnviðmiði.

En fram kom í máli Jóns Þórs Sturlusonar, eins aðstandenda verkefnisins, að grunnviðmiðið væri lágmarksframfærsluþörf einstaklings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert