Steinolía notuð í stað dísels

Steinolíulíter kostar um 60 krónum minna en dísilolía.
Steinolíulíter kostar um 60 krónum minna en dísilolía. mbl.is/Golli

Sala á steinolíu hefur aukist mjög frá því að bankahrunið átti sér stað haustið 2008, að sögn Hermanns Guðmundssonar, forstjóra olíufélagsins N1.

Er það einkum rakið til aukningar á notkun steinolíu í stað díselolíu á díselbíla sem eru um tíu ára gamlir eða eldri og án tölvustýrðrar olíustýringar.

Er þá steinolíu blandað við díselolíuna annaðhvort til helminga eða í hlutföllunum u.þ.b. 70% steinolía á móti 30% díselolíu. Í sumum tilfellum er jafnvel eingöngu notuð steinolía og þá gjarnan blandað út í hana til að mynda smurolíu til þess að bílvélin smyrji sig.

Ástæðan sem liggur að baki þessari notkun á steinolíu er sú að lítrinn af henni er miklu ódýrari en lítrinn af díselolíu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert