Neysluviðmið einstaklings 292 þús kr.

Í einni verslun Hagkaupa.
Í einni verslun Hagkaupa. Sverrir Vilhelmsson

Dæmigert neysluviðmið fyrir einstakling samkvæmt forsendum velferðarráðuneytisins er 291.932 krónur, 384.401 króna fyrir einstætt foreldri með eitt barn og 464.102 krónur fyrir einstætt foreldri með tvö börn en 538.828 krónur fyrir einstætt foreldri með þrjú börn.

Jón Þór Sturluson, einn aðstandenda verkefnisins, lagði áherslu á að neysluþörf einstaklinga væri breytileg og að þetta væru því viðmið sem hægt er að styðjast við, en ekki nauðsynlegar tekjur til framfærslu.

Af öðrum dæmum má nefna að dæmigerð útgjöld fjögurra manna fjölskyldu, tveggja fullorðinna og tveggja barna, vegna matvara, drykkjarvara og annarra dagvara til heimilishalds eru 112.032 krónur. Við það bætast útgjöld upp á 32.073 krónur vegna fatnaðar og skófatnaðar og 13.951 króna vegna heimilisbúnaðar.

Gert er ráð fyrir að staðalfjölskyldan þurfi 8996 krónur á mánuði vegna raftækja og viðhalds þeirra. Þá bætast við 16.339 krónur vegna lyfja, lækningavara og heilbrigðisþjónustu.

Þá fara 19.914 krónur vegna síma og fjarskipta. Við þetta bætast svo útgjöld vegna menntunar en þau eru breytileg eftir aðstæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka