Viðmiðin styrki velferðina

Í Kringlunni. Neysluviðmiðin veita vísbendingu um svigrúm einstaklinga til að …
Í Kringlunni. Neysluviðmiðin veita vísbendingu um svigrúm einstaklinga til að verja fé í neysluvörur sem ekki teljast nauðsynjavörur. Eggert Jóhannesson

„Það á ekki að bjóða neinum einstaklingum upp á að lifa undir fátækarmörkum. Við erum nógu ríkt samfélag til að geta boðið öllum mannsæmandi kjör,“ sagði Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, í kynningu á nýjum neysluviðmiðum í húsakynnum ráðuneytisins í dag.

Kvaðst ráðherrann binda vonir við að með hinni nýju viðmiðun væri stigið stórt skref í átt til velferðar á Íslandi.

Einstaklingar og fjölskyldur geta áætlað tekjuþörf sína í reiknitöflum yfir neysluviðmið sem birt verður á vef velferðarráðuneytisins að fundinum loknum.

Guðbjartur tók fram að á Norðurlöndunum væru neysluviðmiðin ekki notuð beint í kjaraviðræðum og á öðrum vettvangi. Umrædd viðmið væru fyrsta skrefið í að áætla tekjuþörf einstaklinga.

„Það hefur verið gerð atlaga að þessu nokkrum sinnum,“ sagði Guðbjartur en vinnan sem lögð var fram í dag hófst við gerð neysluviðmiðanna í júní 2010.

Félags- og tryggingamálaráðuneytið setti á fót stýrihóp um verkefnið, skipuðum fulltrúum frá ráðuneytinu, Umboðsmanni skuldara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Rannsóknaþjónustu Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands var falið að vinna þá rannsókn sem skýrslan byggist á og var sú vinna í höndum sérfræðinganna Jóns Þórs Sturlusonar, Háskólanum í Reykjavík, Guðnýjar Bjarkar Eydal, Háskóla Íslands, og Andrésar Júlíusar Ólafssonar verkefnisstjóra.


Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert