Vinnustöðvun samþykkt í Eyjum

Loðnuveiðar stöðvast á mestu leyti í byrjun næstu viku, ef …
Loðnuveiðar stöðvast á mestu leyti í byrjun næstu viku, ef til verkfalls kemur í fiskimjölsverksmiðjum. mbl.is/Rax

Starfsmenn fiskimjölsverksmiðjanna í Vestmannaeyjum hafa samþykkt að boða til verkfalls. Niðurstaða atkvæðagreiðslu hjá bræðslumönnum á Austurlandi og Akranesi verður kynnt í fyrramálið.

Náist ekki samningar stöðvast vinnsla í fiskimjölsverksmiðjunum í Eyjum, að minnsta kosti, um miðja næstu viku, væntanlega 15. febrúar.

Verkfall sem verkalýðsfélögin á Austurlandi og í Vestmannaeyjum boðuðu til fyrr í mánuðinum var úrskurðað ógilt í félagsdómi. Samninganefndir vinnuveitenda og verkalýðsfélaganna náðu ekki saman um helgina og slitu verkalýðsfélögin viðræðum og efndu til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert