Bera fyllsta traust til Kristjáns

Kristján Gunnarsson
Kristján Gunnarsson Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Bæði stjórn og varastjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis hefur lýst yfir fyllsta trausti á Kristján G. Gunnarssonar formann félagsins. Þetta kom fram á fundi í stjórn félagsins í gær.

Kristján var formaður Starfsgreinasambandsins og gegndi trúnaðarstörfum hjá ASÍ og lífeyrissjóðnum Festum. Hann sagði af sér þessum störfum eftir að gagnrýni beindist að störfum hans fyrir Sparisjóð Keflavíkur, en hann var stjórnarformaður hans um tíma. Hann skrifaði m.a. undir starfslokasamning við sparisjóðsstjórann.

Stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur harmar þá ákvörðun Kristjáns að draga sig út úr störfum fyrir Starfsgreinasambandið, ASÍ og Festu. Kristján var eindregið hvattur til þess að halda áfram formennsku í VSFK og til þess „að gegna áfram mikilvægum trúnaðarstörfum í þágu þess, meðal annars að leiða samninganefnd félagsins í þeim erfiðu kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Fáir eru betur til þess fallnir,“ segir enn fremur í einróma samþykkt fundarins frá í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert