Brjálað veður í Eyjum

Björgunarsveitarmenn festa klæðningu á húsi við Fjólugötu í Eyjum.
Björgunarsveitarmenn festa klæðningu á húsi við Fjólugötu í Eyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Brjálað veður hef­ur verið í Vest­manna­eyj­um í kvöld, eins og víðar við sunn­an- og vest­an­vert landið. Björg­un­ar­sveit­ir hafa fest plöt­ur og klæðning­ar og lög­regl­an fengið sjö út­köll frá kl. 18 vegna óveðurs­ins. Ekk­ert al­var­legt tjón hef­ur orðið.

Útköll hafa verið vegna klæðninga sem fokið hafa af ein­býl­is­hús­um í bæn­um, vatn hef­ur lekið ofan í kjall­ara, bíl­ar hafa fokið til og eig­end­ur smá­báta hafa þurft að huga að fleyt­um sín­um. Þannig þurfti að dæla vatni upp úr ein­um litl­um skemmti­báti sem maraði við flot­bryggju í hálfu kafi er eig­and­inn kom að.

 Að sögn lög­regl­unn­ar í Eyj­um er enn hávaðarok og mik­ill vatns­elg­ur á göt­um úti. M.a. þurfti að aðstoða öku­menn sem réðu ekk­ert við bíl­ana í of­an­verðum bæn­um, sner­ust þeir á punkt­in­um, eins og það var orðað, slíkt var rokið. Vind­hviður fór upp í um 50 metra á sek­úndu á Stór­höfða og vind­hraðinn var lítið minni í bæn­um þegar verst lét.

Lög­reglumaður, sem mbl.is ræddi við, sagði björg­un­ar­sveit­ar­menn í Eyj­um, sem ann­ars staðar á land­inu, eiga heiður skil­inn fyr­ir þeirra störf.

Vatni dælt upp úr báti við smábátahöfnina í Eyjum í …
Vatni dælt upp úr báti við smá­báta­höfn­ina í Eyj­um í kvöld. mbl.is/Ó​skar Pét­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert