Búið að opna Hellisheiði

Lögreglan stöðvar hér ökumenn á Suðurlandsvegi við Hafravatn í kvöld.
Lögreglan stöðvar hér ökumenn á Suðurlandsvegi við Hafravatn í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Björgunarsveitarmenn eru í viðbragðsstöðu á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu vegna stormviðvarana. Enn sem komið er hafa engar aðstoðarbeiðnir borist fyrir utan nokkrar á Kjalarnesi, þar sem lausamunir fjúka, að sögn Ólafar S. Baldursdóttur upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hún segir útköll þegar veður er slæmt geta skipt hundruðum og því séu björgunarsveitir landsins við öllu búnar.

Fyrr í kvöld var Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði lokað, en búið er að opna þessar leiðir á ný. Óveður er á Reykjanesbraut og á Kjalarnesi, og hálkublettir eru á flestum leiðum á Reykjanesi. Hefur lögregla tekið sér stöðu við þessa þjóðvegi og snúið ökumönnum við vegna veðurhamsins.

Á Suðurlandi er hálka og óveður undir Eyjafjöllum og ekkert ferðaveður.  Hálka og skafrenningur er í kringum Hellu.  Víða er snjóþekja, hálka eða jafnvel þæfingsfærð í uppsveitum.

Á Vesturlandi er hálkublettir og óveður undir Akrafjalli og á Holtavörðuheiði einnig er óveður undir Hafnafjalli og þar er ekkert ferðaveður.  Á öðrum leiðum er hálka eða hálkublettir.

Á  Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir. Skafrenning er á Klettshálsi..

Á  Norðurlandi er hálka eða hálkublettir.

Á Austur- og Suðausturlandi er snjóþekja eða hálka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert