Búist við snörpum vindhviðum

Spáð er stormi suðvestan- og vestanlands í kvöld.
Spáð er stormi suðvestan- og vestanlands í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur vakið at­hygli á stormviðvör­un frá Veðustofu Íslands. Spáð er aust­an og suðaust­an stormi sunn­an- og vest­an­lands fram á nótt.

Lög­regl­an seg­ir, að þar sem bú­ast megi við snörp­um vind­hviðum og úr­komu sé talið rétt að at­huga með lausa­muni og hreinsa frá niður­föll­um. Eru björg­un­ar­sveit­ar­menn komn­ir í viðbragðsstöðu.

Veg­far­end­ur eru hvatt­ir til þess að fylgj­ast með veðri og færð áður en lagt er af stað. Nán­ari upp­lýs­ing­ar er að finna á vef Veður­stofu Íslands www.ved­ur.is og Vega­gerðar­inn­ar www.vega­ger­d­in.is.

Sam­kvæmt vef Vega­gerðar­inn­ar er nú skollið á óveður á Reykja­nes­braut, Hell­is­heiði, í Þrengsl­um, á Kjal­ar­nesi og und­ir Akra­fjalli og Hafn­ar­fjalli. Vind­hraði mæl­ist þar nú yfir 20 metra á sek­úndu, og öku­menn því beðnir að fara var­lega. Þá er orðið hvasst á Holta­vörðuheiði og vind­hræði um 22 metr­ar á sek­úndu. Einnig er brostið á óveður á Suður­lands­vegi und­ir Eyja­fjöll­um.

Nú und­ir kvöld mæld­ist vind­hraði á Stór­höfða í Vest­manna­eyj­um 36,7 metr­ar á sek­úndu, við Þyril 28,5 m/​s og við Gull­foss 24,8 m/​s. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert