Rúða sprakk í íbúðarhúsi

Björgunarsveitarmenn að störfum, en margar sveitir hafa verið kallaðar út …
Björgunarsveitarmenn að störfum, en margar sveitir hafa verið kallaðar út í kvöld. mbl.is/Jónas

Björg­un­ar­sveit­ar­menn voru kallaðir í kvöld að íbúðar­húsi í Kol­beinsstaðahreppi á Snæ­fellsnesi, skammt frá Eld­borg, þar sem rúða hafði sprungið í óveðrinu. Íbúar urðu fyr­ir minni­hátt­ar meiðslum, en ekki þurfti að kalla til sjúkra­bíl að sögn lög­regl­unn­ar í Borg­ar­nesi.

Óveðrið sem geisað hef­ur sunn­an- og vest­an­lands í kvöld geng­ur norður yfir landið í nótt. Ferðaveður er mjög slæmt og var­ar lög­regla fólk við að vera á ferli, nema að brýna nauðsyn beri til.

Að sögn lög­regl­unn­ar í Borg­ar­nesi barst til­kynn­ing um fólks­bíl sem sat fast­ur í skafli á Holta­vörðuheiði. Til stóð að senda út björg­un­ar­sveit­ir en af því varð ekki þar sem vöru­flutn­inga­bíll kom eig­anda fólks­bíls­ins til aðstoðar. Skafrenn­ing­ur og hálka hef­ur verið á heiðinni, sem og fleiri fjall­veg­um vest­an­lands.

Þá voru björg­un­ar­sveit­ir kallaðar út í Sand­gerði í kvöld þar sem hesta­kerra og fleira laus­legt hafði fokið. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­björgu hafa til þessa eng­ar til­kynn­ing­ar borist um stór­tjón vegna veðurs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert