Skokkari réðist á 12 ára dreng

Hveragerði.
Hveragerði. mbl.is/RAX

Ráðist var á 12 ára dreng utan við Ari­on banka við Breiðumörk í Hvera­gerði um kl. 19:30 í gær­kvöldi. Sá sem veitt­ist að hon­um var maður sem var á skokki í bæn­um.

Dreng­ur­inn hafði ásamt tveim­ur fé­lög­um sín­um verið á göt­unni er þeir sáu til manns á skokki.  Pilt­arn­ir tóku upp á því að grín­ast og elta mann­inn.  Skokk­ar­inn brást við með því að stöðva snar­lega og veit­ast að ein­um drengj­anna, sló hann í and­litið, tók hann kverka­taki og keyrði hann niður í gang­stétt­ina. Maður­inn sleppti síðan taki á drengn­um og hélt sína leið.  Dreng­ur­inn hlaut minni hátt­ar áverka en var nokkuð skelkaður eft­ir meðferðina. 

Maður­inn er sagður vera há­vax­inn á milli 30 og 40 ára.  Hann var klædd­ur í bláa íþróttapeysu, svart­ar jogg­ing­bux­ur með svita­band um enni.  Lög­regl­an svipaðist um eft­ir mann­in­um en fann ekki.  Lög­regl­an á Sel­fossi biður alla þá sem veitt geta upp­lýs­ing­ar um at­vikið eða þekkja til lýs­ing­ar á mann­in­um að hafa sam­band í síma lög­regl­unn­ar 480 1010.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert