Stöðugildum fækkar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Breytingar, sem gerðar verða á rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á  Selfossi á árinu, vegna minni fjárveitinga, verða m.a. þær, að stöðugildum við stofnunina fækkar um tæplega 20. 

Stofnunin segir, að fækkunin komi fram í því, að ekki hafi verið endurráðið í ákveðin stöðugildi, sem hafa losnað, starfshlutföll nokkurra starfsmanna hafi verið lækkuð og í örfáum tilfellum hafi verið um uppsagnir að ræða.

Að sögn stofnunarinnar var fjárveiting  í fjárlögum 2011 lækkuð um 113 m.kr.  Heildarlækkun fjárveitinga til stofnunarinnar árin 2009–2011  nemi því samtals um 21%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert