Tannlæknar segja sig frá samningi

Sigurður Benediktsson tannlæknir að störfum.
Sigurður Benediktsson tannlæknir að störfum. mbl.is/Ernir

Fjöldi tann­lækna er óánægður með samn­ing Sjúkra­trygg­inga Íslands um for­varna­skoðun þriggja, sex og tólf ára barna sem rann út um ára­mót­in en var fram­lengd­ur ein­hliða af vel­ferðarráðuneyt­inu um sex mánuði.

Sam­kvæmt hon­um geta öll börn í þess­um ár­göng­um mætt ókeyp­is í skoðun og tann­lækn­arn­ir senda reikn­ing­inn beint til SÍ.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­urður  Bene­dikts­son, formaður Tann­lækna­fé­lags Íslands, að nokkuð marg­ir hafi sagt sig frá samn­ingn­um síðustu vik­ur. Hann seg­ir óánægj­una mega rekja til nýrra laga um sjúkra­trygg­ing­ar sem tóku gildi 1. októ­ber 2008. Í þeim var ekki gert ráð fyr­ir að samið væri við fag- eða stétt­ar­fé­lög.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert