Tilkynnt um afsögn á heimasíðu ráðherra

Á heimasíðu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, birtist í dag texti þar sem segir að hann hafi sagt af sér embætti.

Ég er kominn með nóg - Takk fyrir mig, er fyrirsögnin á færslunni. 

Engar skýringar hafa fengist á þessu en síðasta færsla Árna Páls á síðunni áður en þessi texti birtist var á árinu 2010. Geta menn sér þess til, að tölvuþrjótar hafi brotist inn á síðuna.

Ekki hefur náðst samband við ráðherrann eða aðstoðarmann hans til að fá á þessu skýringar. Árni Páll var í gær í Brussel þar sem hann afhenti Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, skýrslu um íslensk efnahagsmál. Á Facebook-síðu sinni í gær segist Árni Páll vera ánægður með góða fundi í Brussel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert