Aðeins önnur hlið Icesave-dæmisins

Ekki er nóg að horfa aðeins til afgangs á vöruskiptum við útlönd, þegar greiðslugeta þjóðarbúsins vegna erlendra skulda er metin.

Í Morgunblaðinu í dag segir Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor, að þegar það sé gert sé aðeins horft á aðra hlið dæmisins.

„Á hinni hliðinni eru þáttatekjur gagnvart útlöndum, eða greiðslur milli Íslands og útlanda í formi vaxta, arðs og annarra svipaðra þátta. Útlit er fyrir að þessar greiðslur verði neikvæðar um upphæð í námunda við hundrað milljarða króna árlega á næstu árum, vegna vaxtagreiðslna af erlendum lánum, arðgreiðslna til erlendra eigenda íslenskra fyrirtækja og svo framvegis. Þegar þáttatekjurnar eru teknar með í reikninginn sést að það stendur ekki mikið eftir af vöruskiptajöfnuðinum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert