Bændasamtökin vilja áfram verndartolla, jafnvel þó að Ísland muni ganga í Evrópusambandið, að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2.
Vilja samtökin að bændur fái undanþágu undan öllum reglum ESB varðandi innflutning á landbúnaðarafurðum. Hefur þetta komið fram á rýnifundum um landbúnaðarmál í Brussel, milli samningahópa Íslands og ESB.
Formaður Neytendasamtakanna sagði á Stöð 2 að áframhaldandi tollar myndu þurrka út ávinning að aðild að ESB, íslenskir bændur ættu að vera óhræddir við samkeppni frá Evrópu.