Eldsneytisverð hækkar

Shell hækkaði í dag verð á eldsneyti. Bensínlítrinn hækkaði um 5 krónur og kostar 213,70 krónur í sjálfsafgreiðslu. Lítrinn af dísilolíu hækkar um 9 krónur og kostar 216,70 krónur.

Önnur félög hafa fylgt í kjölfarið. Hjá Olís kostar bensínlítrinn nú  212,80 í sjálfsafgreiðslu og dísilolían 216,80. Hjá N1 kostar dísilolían 213,80 og bensínið 207,80 krónur.

Orkan og Atlantsolía hafa ekki hækkað enn. Hjá orkunni kostar bensínlítrinn og lítrinn af dísilolíu 206,70 krónur og hjá Atlantsolíu og ÓB er verðið 0,10 krónum hærra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert