Iðnaðarhúsnæði í Njarðvík alelda

Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Kristinn

Bruna­varn­ir Suður­nesja hafa við erfiðar aðstæður glímt við mik­inn eld í iðnaðar­hús­næði við Bola­fót í Njarðvík­um. Að sögn lög­reglu er húsið al­elda og er allt til­tækt lið slökkviliðs og lög­reglu á staðnum. Í hús­næðinu er raf­magns­verk­stæði og bílaþvotta­stöð en til­kynn­ing barst um eld­inn á tólfta tím­an­um í kvöld.

Rokið hef­ur gert slökkviliðsmönn­um erfitt fyr­ir. Talið er að eld­ur­inn hafi komið upp á raf­magns­verk­stæðinu. Hand­an göt­unn­ar er íbúðahverfi en vind­átt­in er hag­stæð hvað það varðar að reyk­inn legg­ur ekki þar yfir.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um hafa nokk­ur út­köll verið í kvöld en tjón af völd­um roks­ins yf­ir­leitt verið minni­hátt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert