Mannfjölgunin sem varð hér á landi á síðasta ári er sú minnsta í 120 ár. Aðeins einu sinni hafa fleiri flust frá landinu en í fyrra og það var árið 2009.
Árið 2009 fækkaði landsmönnum, en það er í fyrsta skipti sem landsmönnum fækkaði síðan á tímum Vesturferðanna í lok 19. aldar. Í fyrra fjölgaði landsmönnum um 0,26%, en fara þarf aftur til ársins 1890 til að finna jafn litla fjölgun. Þá fjölgaði landsmönnum um 0,04%.
Árið 2009 voru brottfluttir umfram aðflutta 4.835. Í fyrra voru brottfluttir umfram aðflutta 2.134. Þetta er næstmesti brottflutningur frá upphafi. Þriðji mesti brottflutningurinn varð árið 1887, þegar Vesturferðirnar voru í hámarki, en þá fluttu 2.029 frá landinu umfram þá sem fluttu til þess.