Fréttablaðið segir frá því í dag, að bíll, sem Kópavogsbær leggur Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra til, sé notaður af nítján ára dóttur hennar en sjálf noti Guðrún stundum aðra bíla bæjarins.
Haft er eftir Guðrúnu, að hún hafi rætt við endurskoðendur og lögfræðinga um notkunina af bílnum, sem sé hluti af launakjörum hennar. Segi þeir að sé ekki tekið fram í ráðningarsamningi að afnotin af bílnum séu bundin við eitt ákveðið nafn geti nánasta fjölskylda ekið honum.
Um er að ræða bíl af gerðinni Toyota Corolla árgerð 2006. Blaðið segir að Guðrún hafi í nokkur skipti notað bíla úr þjónustuveri bæjarins. Hún segir að þá hafi aðrir
starfsmenn oftast farið með henni í bíl og hún þá ein kvittað fyrir
notkuninni.