Björgunarsveitir viðbúnar útköllum

Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr myndasafni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr myndasafni. mbl.is

Félagar í björgunarsveitum hafa verið beðnir um að  vera tilbúnir að sinna útköllum í nótt vegna ofsaveðursins, sem spáð hefur verið.

Ekki er búið að kalla björgunarsveitir í hús að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

„Við búumst við að það verði eitthvað um verkefni í nótt vegna veðursins,“ segir Ólöf.

Spáð er miklu hvassviðri og stormi í nótt og að vindhraði geti náð allt að 30 metrum á sekúndu á suður- og vesturlandi.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að ekkert ferðaveður verði á landinu í kvöld, í nótt og fram eftir morgundeginum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert