Byssur til sýnis í sláturhúsi

Byssur af öllum stærðum og gerðum verða til sýnis í …
Byssur af öllum stærðum og gerðum verða til sýnis í Sláturhúsinu á Egilsstöðum næstkomandi laugardag.

Ýmsar gerðir af byssum og öðrum skotvopnum verða til sýnis á byssusýningu Skotfélags Austurlands í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, laugardaginn 12. febrúar næstkomandi.

Flest eru vopnin í eigu félaga í Skotfélagi Austurlands, veiðimanna og annarra byssueigenda sem eru búsettir á Austurlandi.

Þetta kemur fram á vef Austurgluggans. Þar segir að líklega verði mörg áhugaverð skotvopn á sýningunni; gömul og ný vopn af ýmsu tagi, haglabyssur, rifflar og skammbyssur. 

Frítt er inn á sýninguna sem verður á milli klukkan 11:00 og 18:00 á laugardaginn.

Frétt Austurgluggans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert