Eðla spókaði sig í guðshúsi

Iguana eðla. Mynd úr myndasafni
Iguana eðla. Mynd úr myndasafni Reuters

Prestinum í Landakotskirkju í vesturbæ Reykjavíkur brá nokkuð í brún fyrr í dag, þegar hann gekk fram á um metralanga Iguana eðlu sem spókaði sig á kirkjuganginum.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki ólíklegt að einhver hafi viljað losa sig við eðluna með þessum hætti, en slík eðlueign er ólögleg hér á landi.

Eðlan mun hafa verið hin spakasta og er nú í umsjá meindýraeyðis Reykjavíkurborgar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert