Þremur kúabændum á Vestfjörðum hefur verið boðin lögreglusátt vegna vanrækslu á að tryggja kúm á búum þeirra lögbundna útiveru. Sáttin hljóðar upp á 50 þúsund króna sekt. Ekki liggur fyrir hvort bændurnir fari með málið fyrir dómstóla.
Samkvæmt upplýsingum bb.is eru þeir ekki allir sáttir
við niðurstöðuna og kanna nú réttarstöðu sína. Matvælastofnun kæri níu
kúabú í nóvember síðastliðnum vegna brota á reglum um útivist.
Bændablaðið
greindi frá því á dögunum að bændur á kúabúi á Norðurlandi eystra hefðu
gengist við brotinu og greitt uppsetta sekt. Jafnframt sagði blaðið frá
því að unnið sé að breytingum á aðbúnaðarreglum nautgripa og sé útivist
kúa eitt þeirra mála sem þar eru undir.