Bæjarstjóri Kópavogs segist í yfirlýsingu biðjast afsökunar á að hafa túlkað ráðningarsamning sinn með þeim hætti sem hún gerði. Muni hún í framtíðinni ein nota bíl, sem Kópavogsbær lét henni í té.
Fram kom í Fréttablaðinu í dag, að 19 ára gömul dóttir Guðrúnar hafi notað bílinn. Sjálf hafi Guðrún stundum notað aðra bíla bæjarins.
Í yfirlýsingu frá Guðrúnu og Hafsteini Karlssyni, forseta bæjarstjórnar, segir m.a. að bæjarstjóri hafi lýst því yfir við forseta bæjarstjórnar að framvegis muni hún ein hafa afnot af bifreiðinni.