Mun ein nota bílinn

Guðrún Pálsdóttir tók við sem bæjarstjóri Kópavogs í júní.
Guðrún Pálsdóttir tók við sem bæjarstjóri Kópavogs í júní.

Bæj­ar­stjóri Kópa­vogs seg­ist í yf­ir­lýs­ingu biðjast af­sök­un­ar á að hafa túlkað ráðning­ar­samn­ing sinn með þeim hætti sem hún gerði. Muni hún í framtíðinni ein nota bíl, sem Kópa­vogs­bær lét henni í té.

Fram kom í Frétta­blaðinu í dag, að 19 ára göm­ul dótt­ir Guðrún­ar hafi notað bíl­inn. Sjálf hafi Guðrún stund­um notað aðra bíla bæj­ar­ins. 

Í yf­ir­lýs­ingu frá Guðrúnu og Haf­steini Karls­syni, for­seta bæj­ar­stjórn­ar, seg­ir m.a. að bæj­ar­stjóri hafi lýst því yfir við for­seta bæj­ar­stjórn­ar að fram­veg­is muni hún ein hafa af­not af bif­reiðinni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert