Neitaði lækni um námsferð

Fé­lags­dóm­ur hef­ur staðfest ákvörðun Land­spít­al­ans sem hafnaði náms­leyf­is­um­sókn deild­ar­lækn­is sem starfar á spít­al­an­um. Lækna­fé­lag Íslands höfðaði málið á þeirri for­sendu að með neit­un­inni hefði spít­al­inn brotið kjara­samn­ing fé­lags­ins.

Málið snýst um um­sókn lækn­is­ins, sem starfar á svæf­inga- og gjör­gæslu­deild Land­spít­ala, um að fara í sex daga ferð á málþing svæf­ing­ar­lækna í Banda­ríkj­un­um. Fram­kvæmda­stjóri skurðlækn­inga­sviðs LSH hafnaði um­sókn­inni og vísað til nýrra verklags­reglna frá nóv­em­ber 2009.  Hann taldi að um­sókn­in upp­fyllti ekki það skil­yrði kjara­samn­inga að vera „tengd sér­stök­um rann­sókn­ar- eða vís­inda­verk­efn­um sem hann vinn­ur að og teng­ist enn­frem­ur starfs­sviði og verk­efn­um viðkom­andi deild­ar“. 

Lækna­fé­lagið taldi að ákvæði kjara­samn­ings­ins kvæði á um skýr­an rétt lækn­is til náms­ferðar upp­fyllti hann skil­yrði til þess.

Ákvæði kjara­samn­ings­ins sem deilt var um hljóðaði svona: „Kandi­dat/​lækn­ir án sér­fræðileyf­is sem ráðinn er til 1 árs eða leng­ur á sömu deild, skal hafa rétt til 7 daga náms­ferðar fyr­ir hverja 12 mánuði enda sé náms­ferðin tengd sér­stök­um rann­sókn­ar- og vís­inda­verk­efn­um sem hann vinn­ur að og teng­ist enn­frem­ur starfs­sviði og verk­efn­um viðkom­andi deild­ar. Leita skal um­sagn­ar yf­ir­lækn­is viðkom­andi deild­ar áður en leyfi til slíkr­ar ferðar er veitt.“

Í niður­stöðu fé­lags­dóms seg­ir að í ákvæðinu komi fram það skil­yrði að náms­ferð sé tengd sér­stök­um rann­sókn­ar- og vís­inda­verk­efn­um sem um­sækj­andi vinn­ur að. Í um­sókn lækn­is­ins sé rann­sókn­ar­verk­efna í engu getið, enda liggi ekki fyr­ir að þær rann­sókn­ir sem um­sækj­andi hafði unnið að tengd­ist sér­stak­lega því nám­skeiði sem sótt var um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert