Norðurskel gjaldþrota

Víðir Björnsson, stofnandi Norðurskeljar og frumkvöðull, sýnir áhugasömum ungmennum bláskeljarækt …
Víðir Björnsson, stofnandi Norðurskeljar og frumkvöðull, sýnir áhugasömum ungmennum bláskeljarækt fyrirtækisins í fyrrasumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Norðurskel ehf. í Hrísey hefur verið úrskurðuð gjaldþrota og fyrirtækinu lokað en það hefur verið leiðandi í þróun kræklingaræktar hér á landi. Óljóst er hvort félagið verður endurreist en áhugi er sagður á því. Þetta kemur fram í Akureyrarblaðinu Vikudegi sem kom út í dag.

Fyrirtækið, sem stofnað var árið 2000, hefur verið í greiðslustöðvun síðan í nóvember, reynt var að endurskipuleggja fjármálin og fá nýja fjárfesta að félaginu en það tókst ekki.

Bláskel frá Norðurskel hefur verið á markaði hér heima og fyrirtækið hefur líka selt töluvert úr landi. Starfsmenn voru fimm.

Árni Pálsson hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabúsins, að sögn Vikudags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert