Samningafundur í 15 mínútur

Vilhjálmur Egilsson og Vilmundur Jósefsson, forystumenn SA, á fundi hjá …
Vilhjálmur Egilsson og Vilmundur Jósefsson, forystumenn SA, á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag.

Samningafundur í kjaradeilu starfsfólks í fiskimjölsverksmiðjum og Samtaka atvinnulífsins stóð í um 15 mínútur í dag. Hann varð árangurslaus. Annar fundur er boðaður á mánudag, en verkfall á að hefjast á þriðjudagskvöld.

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls á Austurlandi, sagði að enginn árangur hefði orðið á þessum stutta fundi. „Verkfallið á að hefjast á þriðjudagskvöld og eins og staðan er í dag sé ekki hvað ætti að stoppa það. Yfirlýsingar talsamanna Samtaka atvinnulífsins gera þessa fundi alveg tilgangslausa. Það dynja á okkur yfirlýsingar hægri vinstri um að það eigi ekki að semja við okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert