Unnið allan sólarhringinn við heilfrystingu loðnu

Loðna
Loðna Af vef Síldarvinnslunnar

„Þetta er mjög fín loðna, stór og falleg,“ sagði Björn B. Hákonarson, framleiðslustjóri Ísfélags Vestmannaeyja. Heilfrysting loðnu hófst þar á sunnudagskvöld.

„Við frystum á vöktum allan sólarhringinn. Afköstin eru um 300 tonn á sólarhring.“ Björn sagði að haldið yrði áfram að frysta fram að verkfalli. Það er boðað á þriðjudag. Fjögur skip Ísfélagsins eru nú á loðnu. Guðmundur VE heilfrystir um borð og þrjú landa til frystingar eða bræðslu, ýmist í Vestmannaeyjum eða á Þórshöfn.

Loðnugangan var komin vestast í Meðallandsbugt í gær, en þangað er 6-7 tíma sigling frá Eyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert