Vakning fyrir fjölmiðla

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, og Gunnar Ingi …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, og Gunnar Ingi Jóhannsson, verjandi Reynis og Jóns Trausta. mbl.is/Golli

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vera vakningu fyrir fjölmiðla, eða „Wake up call“ eins og hún orðaði það, að þeir eigi að þekkja betur skilin milli friðhelgi einkalífsins og tjáningarfrelsisins. Hún sagði það sigur fyrir Eið Smára að dómstólar hafi staðið í lappirnar í málinu.

Hún sagði dómstólinn hafa komist að þeirri niðurstöðu að umfjöllun DV hafi ekki haft neitt fréttagildi og verið ómálefnaleg, þannig hafi verið brotið gegn friðhelgi einkalífsins. „Það eru réttindi fólks að fá að halda sínum einkamálefnum fyrir sig, og sérstaklega málefnum sem eiga alls ekkert erindi til almennings."

Heiðrún sagði að þrátt fyrir þá tilhneigingu fréttamanna að halda að skilin milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins hafi verið afnumin með bankahruninu séu þau sannarlega enn til staðar, og um væri að ræða lexíu fyrir fjölmiðla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert