Allt tilbúið fóður hjá Fóðurblöndunni hf hækkar um 5 – 10% í næstu viku. Hækkunin er misjöfn eftir tegundum. Í fréttatilkynningu segir að ástæða hækkunarinnar eru hækkun á verði aðfanga á erlendum mörkuðum.
Verð á fóðri hefur verið að hækka á síðustu mánuðum. Kúabændur hafa bent á að þessar hækkanir kalli á hækkun á mjólkurverði. Ljóst er að hækkun á fóðri hefur mikil áhrif á kostnað við framleiðslu á kjúklingum og svínakjöti.