Verð á fóðri hækkar

Jim Smart

Allt til­búið fóður hjá Fóður­blönd­unni hf  hækk­ar um 5 – 10%  í næstu viku. Hækk­un­in er mis­jöfn eft­ir teg­und­um. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að ástæða hækk­un­ar­inn­ar eru hækk­un á verði aðfanga á er­lend­um mörkuðum.

Verð á fóðri hef­ur verið að hækka á síðustu mánuðum. Kúa­bænd­ur hafa bent á að þess­ar hækk­an­ir kalli á hækk­un á mjólk­ur­verði. Ljóst er að hækk­un á fóðri hef­ur mik­il áhrif á kostnað við fram­leiðslu á kjúk­ling­um og svína­kjöti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert